Wednesday, February 23, 2011
SVE - áheyrnarprufur
Ég hef fengið boð um að mæta í áheyrnarprufur í Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi í mars (www.kmh.se)(Kungl. Musikhögskolan í Stockholm).
"Konunglegi" hljómar mjög merkilega, en það segir víst ekki alla söguna. Nú er ég búinn að skoða Guildhall í London og þá er spennandi að fá tækifæri til að skella sér út til vina minni í SVE og athuga hvað þau hafa fram að bjóða til samanburðar.
Uppfærsla:
Ég er búinn að vera að uppfæra soundcloud-ið. Fullt af nýjum(gömlum) lögum/verkum komin þar inn.
http://www.soundcloud.com/helgirafn
Bandið:
Við Jón erum þá búnir að koma saman bandi.
Líklegast á fólk bara eftir að bætast við, en eins og er, þá lítur þetta út svona:
-Helgi Rafn Ingvarsson: Söngur, Ukulele (og Baritonhorn)
-Jón Gunnar Biering Margeirsson: Gítar og Söngur
-Ingólfur Magnússon: Bassi
-Bjarni Biering Margeirsson: Píanó
-Brynhildur Oddsdóttir: Gítar og Söngur
Tuesday, February 15, 2011
Regína komin á netið
Heil(l) og sæl(l)
Fjársjóðsleitin er komin á fullt í Norðurpólnum og hefur fengið feikigóðar viðtökur. Börnin hreinlega hrúgast á þessa sýningu. Hægt er að sjá sýningartíma hér
Stuttmyndin ´Regína´ sem ég tónsetti fyrir Guðrúnu Sóley Sigurðardóttur er komin á netið. Myndin var unnin sem verkefni í Kvikmyndaskóla Íslands. Gjörrsovel...
Fjársjóðsleitin er komin á fullt í Norðurpólnum og hefur fengið feikigóðar viðtökur. Börnin hreinlega hrúgast á þessa sýningu. Hægt er að sjá sýningartíma hér
Stuttmyndin ´Regína´ sem ég tónsetti fyrir Guðrúnu Sóley Sigurðardóttur er komin á netið. Myndin var unnin sem verkefni í Kvikmyndaskóla Íslands. Gjörrsovel...
Regina from Icelandic Film School on Vimeo.
Subscribe to:
Posts (Atom)