
Hljómkviða nr.1 er í vinnslu. Hérna er forsíðan eins og hún lítur út í dag. Tónefni hennar er unnið úr tveimur aríum úr Óperuþykkninu Skuggablóm sem við Árni Kristjánsson skrifuðum 2007 og óperudeild Söngskólans í Reykjavík frumflutti svo eftirminnilega 24.október sama ár í Salnum Kópavogi með styrk frá Kópavogsbæ.
Áætluð verklok: Janúar/Febrúar 2011