Thursday, January 29, 2009

Prufutaka 1.0



Nú er kominn tími til að ákveða "video-útlit" Sálarheima.

Í þessari útgáfu prufutökunnar setti ég inn flesta þá effecta/afbrigði sem mér fannst flottir og sem eiga e-ð erindi við þetta verkefni. Nú er næsta skref hjá okkur, listrænum stjórnendum, að velja einhverja heildar þemu á útlit Sálarheima útfrá þessum hugmyndum mínum...

Það mun fara fram á þennan hátt:

  1. Þú velur það sem þér fannst flottast, eða það sem virkaði best að þínu mati og segir Helga frá því.
  2. Helgi endur-vinnur prufutökuna (sama myndefni) útfrá innsendum athugasemdum og býr til fleiri útgáfur af vinsælasta afbrigðinu. Að því loknu setur hann "prufutöku 1.1" á netið og ný "kosning" á sér stað.
  3. Að kosningu lokinni endur-vinnur Helgi prufutökuna aftur og í þetta sinn með sterkari svip, eða þemu, útfrá athugasemdum.
  4. "prufutaka 1.2" lítur dagsins ljós og vonandi allir sáttir með endanlegt "vidoe-útlit" Sálarheima.
Sem sagt, við hvert skref verður heildarsvipurinn sterkari!

Takk fyrir hjálpina !

p.s. gæðin eftir upphlaðningu eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, originallinn lúkkar mun betur...

-Helgi Rafn Ingvarsson